Lífið

Saknaði mest íslenska matarins

ómetanleg reynsla Tinna bjó í heilt ár í höfuðborg Taívans og ber heimamönnum vel söguna. fréttablaðið/gva
ómetanleg reynsla Tinna bjó í heilt ár í höfuðborg Taívans og ber heimamönnum vel söguna. fréttablaðið/gva

„Landið er mjög ólíkt Íslandi og það er alveg óhætt að segja að ég hafi fengið nett menningarsjokk þegar ég kom þangað fyrst. En þetta var fljótt að venjast, enda var fólkið svo yndislegt og hjálpsamt. Ég held að mér hafi þótt erfiðast að venjast matnum þarna og er mjög fegin að geta borðað brauð með osti aftur,“ segir Tinna Þórarinsdóttir, sem bjó í heilt ár í Taípei, höfuðborg Taívans, þar sem hún lagði stund á kínversku.

Tinna útskrifaðist úr stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands fyrir einu ári og ákvað í kjölfarið að hefja nám í kínversku. Aðspurð segist hún vera farin að geta bjargað sér á tungumálinu en eiga enn nokkuð langt í land áður en hún geti talist fullnuma í kínversku.

Tinna segir að dvölin í Taívan hafa verið ómetanleg reynsla þó að henni hafi þótt erfitt að vera svo lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum. „Það er margt sem við getum lært af þeim. Þetta er menning sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Fólk ber mikla virðingu fyrir hvert öðru og eigum annarra og það er voða lítið um glæpi þarna. Mér þótti ég til dæmis mun öruggari í Taípei þar sem búa 2,5 milljónir manna heldur en í Reykjavík. Gallinn væri þá helst hvað það rennur hægt í þeim blóðið, það tekur allt alveg rosalega langan tíma þarna,“ segir Tinna að lokum. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.