Leiklistarnemar fá hlutverk í rússneskri stórmynd 6. nóvember 2009 06:00 Í rússamynd Svandís Dóra leikur lítið hlutverk í kvikmynd Aleksandr Sokurov um Faust ásamt bekkjarbróður sínum, Hilmari Guðjónssyni. Sigurður Skúlason leikur föður Fausts í myndinni en tökulið myndarinnar var hér á landi í tvær vikur.Fréttablaðið/Valli „Þetta var alveg geðveikt, í einu orði sagt. Ég hef aldrei séð jafn stórt batterí og það var alveg frábært að fá að taka þátt í þessu," segir Svandís Dóra Einarsdóttir leiklistarnemi. Þau Svandís Dóra og Hilmar Guðjónsson, leiklistarnemar á fjórða ári í leiklistardeild LHÍ, fengu fljúgandi start á ferli sínum þegar þau lönduðu litlum hlutverkum í stórmynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov um Faust. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tökuliðið verið hér á landi í tæpar tvær vikur en það hélt af landi brott í gærmorgun. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Suðurlandið og í hrauninu við Bláa lónið. Þá leikur Sigurður Skúlason föður Faust í myndinni eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu en þær tökur áttu sér stað í Tékklandi. Þótt Sokurov sé ekki frá Hollywood nýtur hann mikillar virðingar í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi og hefur verið settur á stall með Ingmar Bergman og Stanley Kubrick. „Þetta byrjaði allt saman í vor," segir Svandís. „Þá voru Eskimo með opnar prufur fyrir leikara og ég hitti hann í fyrsta skipti. Þegar það var síðan hringt í mig aftur þá hélt ég fyrst að það væri verið að ráða mig í einhverja auglýsingu," segir Svandís en hún lýsir leikprufunum sem mjög óhefðbundnum, hún hafi setið og spjallað við leikstjórann. Hún heldur vart vatni yfir rússneska leikstjóranum sem hefur fengið orð á sig fyrir að vera bæði skapstór og sérvitur. „Nei, hann var það alls ekki, hann var alltaf að koma og hlýja manni og það var bara stjanað við mig í hvívetna." Og þótt tökuliðið hafi að mestu leyti komið frá Rússlandi og Tékklandi voru engir tungumálaörðugleikar. Nema kannski helst fyrir leikstjórann sjálfan. „Það var þarna frábær túlkur, Aleksandr leikstýrði og svo heyrði maður bara aðra rödd frá öðrum stað." Svandís hefur að undanförnu verið að sýna Eftirlitsmanninn með Nemendaleikhúsinu í leikstjórn Stefáns Jónssonar og henni líst vel á þessa djúpu og harðskeyttu leiklistarlaug. „Ég er bæði hrifin af leikhúsinu og kvikmyndunum, þetta er að mörgu leyti ólíkt en samt svo líkt. Ég bíð bara spennt eftir að takast á við þetta." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
„Þetta var alveg geðveikt, í einu orði sagt. Ég hef aldrei séð jafn stórt batterí og það var alveg frábært að fá að taka þátt í þessu," segir Svandís Dóra Einarsdóttir leiklistarnemi. Þau Svandís Dóra og Hilmar Guðjónsson, leiklistarnemar á fjórða ári í leiklistardeild LHÍ, fengu fljúgandi start á ferli sínum þegar þau lönduðu litlum hlutverkum í stórmynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov um Faust. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tökuliðið verið hér á landi í tæpar tvær vikur en það hélt af landi brott í gærmorgun. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Suðurlandið og í hrauninu við Bláa lónið. Þá leikur Sigurður Skúlason föður Faust í myndinni eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu en þær tökur áttu sér stað í Tékklandi. Þótt Sokurov sé ekki frá Hollywood nýtur hann mikillar virðingar í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi og hefur verið settur á stall með Ingmar Bergman og Stanley Kubrick. „Þetta byrjaði allt saman í vor," segir Svandís. „Þá voru Eskimo með opnar prufur fyrir leikara og ég hitti hann í fyrsta skipti. Þegar það var síðan hringt í mig aftur þá hélt ég fyrst að það væri verið að ráða mig í einhverja auglýsingu," segir Svandís en hún lýsir leikprufunum sem mjög óhefðbundnum, hún hafi setið og spjallað við leikstjórann. Hún heldur vart vatni yfir rússneska leikstjóranum sem hefur fengið orð á sig fyrir að vera bæði skapstór og sérvitur. „Nei, hann var það alls ekki, hann var alltaf að koma og hlýja manni og það var bara stjanað við mig í hvívetna." Og þótt tökuliðið hafi að mestu leyti komið frá Rússlandi og Tékklandi voru engir tungumálaörðugleikar. Nema kannski helst fyrir leikstjórann sjálfan. „Það var þarna frábær túlkur, Aleksandr leikstýrði og svo heyrði maður bara aðra rödd frá öðrum stað." Svandís hefur að undanförnu verið að sýna Eftirlitsmanninn með Nemendaleikhúsinu í leikstjórn Stefáns Jónssonar og henni líst vel á þessa djúpu og harðskeyttu leiklistarlaug. „Ég er bæði hrifin af leikhúsinu og kvikmyndunum, þetta er að mörgu leyti ólíkt en samt svo líkt. Ég bíð bara spennt eftir að takast á við þetta." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira