Innlent

Fimm vilja annað sætið

Mynd/Pjetur
Fimm sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Fjórir þeirra eru sitjandi borgarfulltrúar en einn tengdasonur fyrrverandi borgarstjóra.

Prófkjör sjálfstæðismanna vegna komandi borgarstjórnarkosninga verður haldið í næsta mánuði. Átján gefa kost á sér í prófkjörinu, tólf af þeim eru borgar- eða varaborgarfulltrúar. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri verður líklega sú eina sem gefur kost á sér í fyrsta sætið.

Margir sitja hins vegar um annað sætið. Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hafa öll lýst því yfir að þau stefni á það sæti. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa setið í borgarstjórn á kjörtímabilinu en á þeim tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið að þremur meirihlutum.

Þá hefur Geir Sveinsson fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta einnig gefið kost á sér í annað sætið. Geir hefur lítið starfað að borgarmálum en er þó ekki alveg ókunnur þeim þar sem hann er tengdasonur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar fyrrverandi borgarstjóra.

Vilhjálmur var borgarstjóri frá árinu 2006 til 2007 eða þar til REI málið komst í hámæli og meirihlutasamtarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var slitið. Geir hefur því gegnum Vilhjálm kynnst stjórnmálum nokkuð.

„Ég hef auðvitað upplifað þetta og fengið að þetta að mörgu leyti beint í æð. Þetta er auðvitað eitthvað sem ég þarf að undirbúa mig undir. Það mun ganga mikið á og þetta verður stormasamt, en fyrst skrifið er prófkjörið og ég á eftir að sjá hvernig mér vegnar þar," segir Geir.


Tengdar fréttir

Geir Sveinsson vill annað sætið

Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. Geir sem er tengdasonur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2. sæti listans.

Júlíus Vífill vill annað sætið

Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Hann skipaði 5. sæti á lista sjálfstæðismanna í kosningunum 2006.

Átján í prófkjöri sjálfstæðismanna

Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna 2010 rann út í gær. Alls bárust 18 framboð, þar á meðal frá öllum sitjandi borgarfulltrúum flokksins nema Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, á skrifstofu flokksins í Valhöll áður en fresturinn rann út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×