Innlent

Dýrin í Húsdýragarðinum fá sumarleyfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dýrin í Húsdýragarðinum skipta sumarleyfinu á milli sín. Mynd/ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.
Dýrin í Húsdýragarðinum skipta sumarleyfinu á milli sín. Mynd/ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.
Dýrin í húsdýragarðinum eru mörg hver í sumarleyfi þessa dagana. Að sögn Unnar Sigþórsdóttur, deildarstjóra fræðsludeildar, fá dýrin hið minnsta einn mánuð í sumarfrí á ári.

„Þau hafa afskaplega gott af þessu af því að það er svo mikið álag á þeim," segir Unnur í samtali við fréttastofu. Það eru þó einkum kindurnar, geiturnar og hestarnir sem eiga heimangengt á sumardvalarstaðinn sem er í Þerney á Kollafirði. „Það þarf að mjólka kýrnar þannig að þær komast ekki," segir Unnur.

Hún segir að dýrin skipti sumarfríinu á milli sín þannig að það er alltaf einhver til að taka á móti gestum í garðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×