Innlent

26 mál á borði sérstaks saksóknara

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Tuttugu og sex mál eru komin inn á borð til sérstaks saksóknara. Flest eru málin umfangsmikil þar sem um er að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni.

 

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sakskóknari, segir að sum málin séu þannig vaxin að þau munu verða að fleiri málum.

 

 

Ólafur segir málin tiltölulega ótengd en þau kunni að hafa einhverja sameiginlega fleti sem komi í ljós þegar líður á rannsóknina. Hann segir að þau mál sem nú eru til meðferðar hjá embættinu séu mislangt á veg komin.

 

 

Sérstakur saksóknari hefur verið með aðstoðu að Borgartúni 7 en húsnæðið er þegar orðið of lítið. Til greina kemur að flytja embættið á næstunni í húsnæði ríkisskattstjóra að Laugavegi 166 .








Fleiri fréttir

Sjá meira


×