Innlent

Enginn bankanna ætlar að kaupa veiðileyfi

Enginn ríkisbankanna þriggja ætla að kaupa veiðileyfi fyrir næsta sumar. Þeir hafa nú allir svarað fyrirspurn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar um fyrirhuguð kaup á veiðileyfum.

.

Í tilkynningu frá Stangveiðifélaginu segir að stjórn SVS fagni því að bankarnir hætti að kaupa laxveiðileyfi í veiðiám landsins. Stjórnin vonast til þess, að verð laxveiðileyfa lækki í kjölfarið þannig að félagar í stangveiðifélögum um land allt geti í framtíðinni keypt laxveiðileyfi á hóflegu verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×