Innlent

Íslenskir lögreglumenn rólegri en kanadískir

Íslenskir lögreglumenn við skyldustörf - pollrólegir.
Íslenskir lögreglumenn við skyldustörf - pollrólegir. MYND/Anton Brink

Íslenskir lögreglumenn eru aðeins minna stressaðir en kanadískir starfsbræður þeirra, samkvæmt streitukönnun sem ríkislögreglustjóri lét gera á nýliðnu ári.

Meðal annars voru könnuð viðhorf lögreglumanna til vaktavinnu, kröfu um aukavinnu, neikvæðra athugasemda frá almenningi, samskipta við starfsfélaga og stjórnunarstíls. Fram kemur að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu höfðu fleiri einkenni depurðar og kvíða en starfsbræður þeirra á landsbyggðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×