Ríkisstjórn vill leita til Mannréttindadómstólsins 6. janúar 2009 12:14 Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kanna til þrautar möguleika á að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna beitingar breskra stjórnvalda á svonefndum hryðjuverkalögum frá árinu 2001 gegn Landsbankanum á síðasta ári. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi sem fram fór nú í morgun. Ekki verður höfðað mál gegn breska ríkinu þar í landi. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ríkisstjórnin ítreki jafnframt fyrri yfirlýsingar um að styðja af alefli við málsókn skilanefndar Kaupþings vegna framgöngu breska Fjármálaeftirlitsins gegn Singer & Friedlander, dótturfyrirtækis Kaupþings, þann 8. október 2008, en þá yfirtók eftirlitið rekstur Singers & Friedlanders með þeim afleiðingum að móðurfyrirtækið komst í greiðsluþrot. Kaupþing í mál „Skilanefndin hefur afráðið að höfða, fyrir hönd bankans, mál gegn breskum stjórnvöldum og nýtur því fulls stuðnings ríkisstjórnarinnar í þeirri málsókn. Stuðningurinn er í samræmi við lög frá Alþingi sem samþykkt voru 20. desember en þau heimila fjármálaráðherra að styðja fjárhagslega við slíka málsókn. Ríkisstjórnin mun einnig styðja við málsókn skilanefndar Landsbankans í hugsanlegum málaferlum gegn breskum stjórnvöldum, en sérstök athygli er vakin á að sú málshöfðun lýtur ekki að öllu leyti sömu tímafrestum og málshöfðun skilanefndar Kaupþings," segir einnig í tilkynningunni. Einnig er skýrt frá því að ríkisstjórnin hefur fengið álit frá bresku lögmannsstofunni Lovells um hugsanlega málshöfðun íslenska ríkisins gegn breskum stjórnvöldum í þeim tilgangi að láta reyna á lögmæti kyrrsetningar eigna Landsbankans með stjórnvaldsákvörðun þeirra frá 8. október 2008 (Landsbanki Freezing Order) á grundvelli hryðjuverkalaganna. „Voru bresku lögmennirnir fengnir til að leggja mat á hvort hægt væri að hnekkja kyrrsetningunni fyrir breskum dómstólum á grundvelli sjónarmiða um ólögmæti og hvort íslenska ríkið gæti höfðað skaðabótamál fyrir breskum dómstólum vegna kyrrsetningarinnar. Lögmennirnir töldu að litlar sem engar líkur væru á því að íslensk stjórnvöld gætu hnekkt kyrrsetningunni fyrir breskum dómstólum," segir ennfremur. Engar líkur á að skaðabótamál í Bretlandi bæri árangur „Rökstuddu þeir niðurstöðuna ítarlega með tilliti til breskra lagasjónarmiða og dómafordæma og töldu að lagaákvæðin veittu breskum stjórnvöldum afar rúmar heimildir til þess að beita kyrrsetningarákvæðum. Þá voru þeir þeirrar skoðunar að engar líkur væru á því að íslenska ríkið myndi fá dæmdar skaðabætur fyrir breskum dómstólum vegna kyrrsetningarinnar. Ríkislögmaður og þjóðréttarsérfræðingur utanríkisráðuneytisins voru sammála þessu áliti." Því hefur verið ákveðið, á grundvelli þessa álits, að höfða ekki mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir breskum dómstólum á þessu stigi. „Eins og fyrr segir mun hún hins vegar kanna aðra möguleika til alþjóðlegrar málsóknar til þrautar og má þar sérstaklega nefna Mannréttindadómstól Evrópu. Ríkisstjórnin ítrekar jafnframt að hún er eindregið þeirrar skoðunar að framangreindar aðgerðir breskra stjórnvalda hafi verið rangar og óréttmætar og hefur með formlegum hætti óskað eftir því við bresk stjórnvöld að kyrrsetningunni verði aflétt," segir að lokum. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kanna til þrautar möguleika á að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna beitingar breskra stjórnvalda á svonefndum hryðjuverkalögum frá árinu 2001 gegn Landsbankanum á síðasta ári. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi sem fram fór nú í morgun. Ekki verður höfðað mál gegn breska ríkinu þar í landi. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ríkisstjórnin ítreki jafnframt fyrri yfirlýsingar um að styðja af alefli við málsókn skilanefndar Kaupþings vegna framgöngu breska Fjármálaeftirlitsins gegn Singer & Friedlander, dótturfyrirtækis Kaupþings, þann 8. október 2008, en þá yfirtók eftirlitið rekstur Singers & Friedlanders með þeim afleiðingum að móðurfyrirtækið komst í greiðsluþrot. Kaupþing í mál „Skilanefndin hefur afráðið að höfða, fyrir hönd bankans, mál gegn breskum stjórnvöldum og nýtur því fulls stuðnings ríkisstjórnarinnar í þeirri málsókn. Stuðningurinn er í samræmi við lög frá Alþingi sem samþykkt voru 20. desember en þau heimila fjármálaráðherra að styðja fjárhagslega við slíka málsókn. Ríkisstjórnin mun einnig styðja við málsókn skilanefndar Landsbankans í hugsanlegum málaferlum gegn breskum stjórnvöldum, en sérstök athygli er vakin á að sú málshöfðun lýtur ekki að öllu leyti sömu tímafrestum og málshöfðun skilanefndar Kaupþings," segir einnig í tilkynningunni. Einnig er skýrt frá því að ríkisstjórnin hefur fengið álit frá bresku lögmannsstofunni Lovells um hugsanlega málshöfðun íslenska ríkisins gegn breskum stjórnvöldum í þeim tilgangi að láta reyna á lögmæti kyrrsetningar eigna Landsbankans með stjórnvaldsákvörðun þeirra frá 8. október 2008 (Landsbanki Freezing Order) á grundvelli hryðjuverkalaganna. „Voru bresku lögmennirnir fengnir til að leggja mat á hvort hægt væri að hnekkja kyrrsetningunni fyrir breskum dómstólum á grundvelli sjónarmiða um ólögmæti og hvort íslenska ríkið gæti höfðað skaðabótamál fyrir breskum dómstólum vegna kyrrsetningarinnar. Lögmennirnir töldu að litlar sem engar líkur væru á því að íslensk stjórnvöld gætu hnekkt kyrrsetningunni fyrir breskum dómstólum," segir ennfremur. Engar líkur á að skaðabótamál í Bretlandi bæri árangur „Rökstuddu þeir niðurstöðuna ítarlega með tilliti til breskra lagasjónarmiða og dómafordæma og töldu að lagaákvæðin veittu breskum stjórnvöldum afar rúmar heimildir til þess að beita kyrrsetningarákvæðum. Þá voru þeir þeirrar skoðunar að engar líkur væru á því að íslenska ríkið myndi fá dæmdar skaðabætur fyrir breskum dómstólum vegna kyrrsetningarinnar. Ríkislögmaður og þjóðréttarsérfræðingur utanríkisráðuneytisins voru sammála þessu áliti." Því hefur verið ákveðið, á grundvelli þessa álits, að höfða ekki mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir breskum dómstólum á þessu stigi. „Eins og fyrr segir mun hún hins vegar kanna aðra möguleika til alþjóðlegrar málsóknar til þrautar og má þar sérstaklega nefna Mannréttindadómstól Evrópu. Ríkisstjórnin ítrekar jafnframt að hún er eindregið þeirrar skoðunar að framangreindar aðgerðir breskra stjórnvalda hafi verið rangar og óréttmætar og hefur með formlegum hætti óskað eftir því við bresk stjórnvöld að kyrrsetningunni verði aflétt," segir að lokum.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira