Enski boltinn

Everton vann stórsigur á Wigan - Jo með tvö mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jo fagnar öðru marka sinna gegn Wigan í dag.
Jo fagnar öðru marka sinna gegn Wigan í dag. Mynd/GettyImages

Everton vann 4-0 sigur á Wigan í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Everton minnkaði þá forskot Arsenal aftur niður í sjö stig í baráttunni um fjórða sæti sem er það síðasta sem gefur sæti í Meistaradeildinni á næsta ári.

Brasilíumaðurinn Jo skorðai tvö marka Everton í leiknum og hefur þar með skorað fimm mörk síðan að hann kom á láni frá Manchester City 2. febrúar síðastliðinn. Hin mörk Everton skoruðu þeir Marouane Fellaini og Leon Osman.

Þetta er stærsti sigur Everton á tímabilinu og í fyrsta sinn sem liðið nær því að skora fjögur mörk í einum leik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×