Erlent

FARC senda myndbönd af föngum sínum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nokkrir liðsmanna FARC-samtakanna.
Nokkrir liðsmanna FARC-samtakanna.

Kólumbísku skæruliðasamtökin FARC hafa sent frá sér myndbönd til sönnunar þess að níu her- og lögreglumenn, sem liðsmenn samtakanna rændu, séu á lífi. Í allt rændu FARC-liðar 21 her- og lögreglumanni og komu níu þeirra fram á jafnmörgum stuttum myndböndum þar sem þeir ávörpuðu fjölskyldur sínar auk þess sem nokkrir þeirra biðluðu til kólumbískra stjórnvalda um að ganga til samningaviðræðna við FARC um lausn þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×