Erlent

Þúsundir fagna jólunum í Betlehem

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kirkja heilagrar Katrínar. Mynd/ AFP.
Kirkja heilagrar Katrínar. Mynd/ AFP.
Talið er að um 15 þúsund ferðamenn fagni jólunum i Betlehem, fæðingarborg Krists. Hundruðir voru viðstaddir guðsþjónustu í Kirkju heilagrar Katrínar í dag.

Ferðamennirnir koma hvaðanæva að úr heiminum. Einn þeirra, Jonathan Croy, frá Alabama í Bandaríkjunum, sagði í samtali við AP fréttastofuna að stemningin væri eins og á stóru ættarmóti.

„Það er áhugavert að vera hérna og sjá þessu ólíku trúarbrögð og ólíku þjóðerni blandast saman," sagði Croy.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×