Lífið

Leikstjóri Nigellu stýrir Völla

völli snær Sjónvarpskokkurinn Völli Snær stjórnar nýjum matreiðsluþætti sem er í undirbúningi.
völli snær Sjónvarpskokkurinn Völli Snær stjórnar nýjum matreiðsluþætti sem er í undirbúningi.

„Það er búið að vera að vinna í þessu lengi. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir sjónvarpskokkurinn Völli Snær. Upptökur hafa staðið yfir á Snæfellsnesi á nýjum matreiðsluþætti sem nefnist Delicious Iceland. Um prufuþátt er að ræða á enskri tungu og ef hann fær góðar viðtökur dreifingaraðila stendur til að framleiða heila þáttaröð hér á landi. Leikstjóri þáttarins heitir Dominic Cyriax og er hinn sami og hefur búið til matreiðsluþættina vinsælu með Nigellu Lawson sem hafa verið sýndir í Sjónvarpinu.

„Það er verið að reyna að gera spennandi efni og vanda sig við það,“ segir Völli. Eingöngu verða notaðar íslenskar afurðir í þættinum, sem verður kynntur á sjónvarpsráðstefnu í Cannes á næstunni. Þar verður einnig kynnt heimildarmyndin Living on the Edge eins og Fréttablaðið greindi frá á föstudag.

Hinrik Ólafsson hjá Profilm segir að mikill áhugi sé á þættinum úti í heimi og hafa margir dreifingaraðilar sýnt honum áhuga. Hann segir að áhuginn hafi komið þeim geysilega mikið á óvart. „Þetta er ekkert auðveldur markaður, sérstaklega ekki núna,“ segir hann. „Við erum í „prósess“ með þessum leikstjóra. Hann þekkir þennan matreiðslu-sjónvarpsmarkað út og inn og hann sér rosalega mikla möguleika í þessu.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.