Lífið

Semja í stað þess að vinna

nolo Ívar Björnsson og Jón Baldur Lorange skipa hljómsveitina Nolo sem hefur vakið mikla athygli um þessar mundir.
fréttablaðið/anton
nolo Ívar Björnsson og Jón Baldur Lorange skipa hljómsveitina Nolo sem hefur vakið mikla athygli um þessar mundir. fréttablaðið/anton

Hljómsveitin Nolo sem er skipuð menntskælingunum Ívari Björnssyni og Jóni Baldri Lorange hefur vakið mikla athygli á síðunni Gogoyoko.com að undanförnu.

Þeir félagar hafa átt mest spiluðu lögin á síðunni auk þess sem tvær stuttplötur þeirra hafa fengið góðar viðtökur. „Við byrjuðum að gera fyrsta lagið okkar árið 2008. Þetta byrjaði á því að ég fór í Góða hirðinn og fann gamlan tveggja hæða skemmtara og keypti hann,“ segir Ívar.

Þeir félagar voru áður í hljómsveitinni Spooky Jetson sem tók þátt í Músíktilraunum 2007 og í Sidewalk. „Eftir marga trommara og bassaleikara enduðum við tveir, hann á gítar og ég á hljómborð og á bassanum. Við fórum að semja stanslaust og ákváðum að sleppa því að vinna í tvö sumur til að reyna að semja meira.“

Nolo spilar epíska rólegheitatónlist sem rennur sérlega ljúft í gegn. Áhrifavaldar þeirra félaga eru af ýmsum toga. Ívar hlustar á Marc Bolan og eitís-tónlist en einnig pönk og klassískt rokk, sem Jón er einnig hrifinn af ásamt blúsrokki.

Ívar er afar þakklátur fyrir tækifærið sem þeir hafa fengið hjá Gogoyoko, sem nú er skráð með hátt í 900 íslenska flytjendur. „Þegar þetta var opnað fyrir almenningi sendum við lögin inn og upp úr öllum væntingum vorum við nr. 1. Gogoyoko hefur hjálpað okkur gríðarlega mikið að koma okkur á framfæri.“

Nolo gefur á næstunni út litla plötu hjá Braki, undirfyrirtæki Kimi Records. Einnig spilar sveitin á tónleikaröðinni Réttir sem verður haldin í Reykjavík síðar í mánuðinum. Áframhaldandi lagasmíðar og upptökur eru sömuleiðis á döfinni.

„Við erum með svo ótrúlega mörg lög sem við erum að taka upp. Á hverri æfingu erum við að semja eitt eða tvö lög,“ segir Ívar og greinilegt að Nolo á framtíðina fyrir sér.freyr@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.