Björgunarafrekið við Látrabjarg sýnt 12. september 2009 06:00 kvikmyndir Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmaður vann afrek er hann festi strand og björgun á filmu 1949. Kvikmyndasafn Íslands sýnir í dag kl. 16 kvikmynd Óskars Gíslasonar: Björgunarafrekið við Látrabjarg. Hinn 9. apríl sl. voru liðin 60 ár frá frumsýningu heimildarmyndar Óskars Gíslasonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns, sem segir frá frækilegri björgun heimamanna á Látrum og nágrenni, á breskum skipbrotsmönnum af togaranum Dhoon, 12. desember 1947. Sjaldan hefur verið unnið annað eins björgunarafrek og þarna er lýst og ekki má vanmeta afrek kvikmyndagerðarmannsins sem kom því á filmu. Aðdragandinn að myndgerðinni var sá að einn heimamanna á Vestfjörðum hafði samband við Óskar, eftir strand Dhoons við Látrabjarg, og stakk upp á því að björgunarafrekið yrði sett á svið og kvikmyndað. Það var svo ári síðar, í lok nóvember, að sviðssetningin fór fram í Kollsvík vestra. Meðan tökur stóðu yfir bárust boð um að raunverulegt strand hefði orðið undir Hafnarmúla í Örlygshöfn. Þar hafði strandað, í aftakaveðri, breski togarinn Sargon. Tóku menn upp tæki sín og hröðuðu sér til Patreksfjarðar þar sem þeim tókst að bjarga sex mönnum af áhöfn togarans en ellefu fórust. Munu þeir sem létust hafa króknað úr kulda. Þannig bar það til að kvikmynd Óskars varð jafn raunveruleg og raun ber vitni því ekki var um sviðsetningar að ræða á þeim atriðum sem sýna sjálfa björgunina. Myndin er nú sýnd í tengslum við sýningu í Hafnarborg sem helguð er hafinu. Með myndinni er sýnt gamalt viðtal Erlends Sveinssonar við stjórnandann, Óskar Gíslason. Sýningar eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Húsið verður opnað ca hálftíma fyrir sýningu. - pbb Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Sjá meira
Kvikmyndasafn Íslands sýnir í dag kl. 16 kvikmynd Óskars Gíslasonar: Björgunarafrekið við Látrabjarg. Hinn 9. apríl sl. voru liðin 60 ár frá frumsýningu heimildarmyndar Óskars Gíslasonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns, sem segir frá frækilegri björgun heimamanna á Látrum og nágrenni, á breskum skipbrotsmönnum af togaranum Dhoon, 12. desember 1947. Sjaldan hefur verið unnið annað eins björgunarafrek og þarna er lýst og ekki má vanmeta afrek kvikmyndagerðarmannsins sem kom því á filmu. Aðdragandinn að myndgerðinni var sá að einn heimamanna á Vestfjörðum hafði samband við Óskar, eftir strand Dhoons við Látrabjarg, og stakk upp á því að björgunarafrekið yrði sett á svið og kvikmyndað. Það var svo ári síðar, í lok nóvember, að sviðssetningin fór fram í Kollsvík vestra. Meðan tökur stóðu yfir bárust boð um að raunverulegt strand hefði orðið undir Hafnarmúla í Örlygshöfn. Þar hafði strandað, í aftakaveðri, breski togarinn Sargon. Tóku menn upp tæki sín og hröðuðu sér til Patreksfjarðar þar sem þeim tókst að bjarga sex mönnum af áhöfn togarans en ellefu fórust. Munu þeir sem létust hafa króknað úr kulda. Þannig bar það til að kvikmynd Óskars varð jafn raunveruleg og raun ber vitni því ekki var um sviðsetningar að ræða á þeim atriðum sem sýna sjálfa björgunina. Myndin er nú sýnd í tengslum við sýningu í Hafnarborg sem helguð er hafinu. Með myndinni er sýnt gamalt viðtal Erlends Sveinssonar við stjórnandann, Óskar Gíslason. Sýningar eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Húsið verður opnað ca hálftíma fyrir sýningu. - pbb
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Sjá meira