Lífið

Whitney fór á toppinn

Whitney Houston
Whitney virðist vera komin á beinu brautina á nýjan leik.
Whitney Houston Whitney virðist vera komin á beinu brautina á nýjan leik.

Söngkonan Whitney Houston fór beint á toppinn á Billboard-listanum í Bandaríkjunum með sína fyrstu plötu í sjö ár, I Look To You. Platan seldist í 305 þúsund eintökum fyrstu vikuna á listanum, sem er nýtt met hjá söngkonunni.

Whitney hefur undanfarin ár átt í vandræðum í einkalífinu en virðist vera komin á beinu brautina á ný. Nýlega fór hún í viðtal hjá Oprah Winfrey og lýsti spjallþáttastjórnandinn því yfir að þetta væri besta viðtalið sem hún hefði nokkru sinni tekið. Viðtalið verður sýnt í þætti hennar í næstu viku í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.