Lífið

Bing Crosby syngur fyrir Bubba

Sjaldgæft myndefni Meðal þess sem má sjá í heimildarmynd <B>Bubba Morthens um Laxá í Aðaldal er sjálfur </B>Bing Crosby að taka lagið við árbakkann. Á svarthvítu myndinni kveður Crosby land og þjóð og stígur um borð í Loftleiðavél eftir velheppnaða veiði í hinni sögufrægu á árið 1969.
Sjaldgæft myndefni Meðal þess sem má sjá í heimildarmynd <B>Bubba Morthens um Laxá í Aðaldal er sjálfur </B>Bing Crosby að taka lagið við árbakkann. Á svarthvítu myndinni kveður Crosby land og þjóð og stígur um borð í Loftleiðavél eftir velheppnaða veiði í hinni sögufrægu á árið 1969.

„Ég var náttúrlega bara í skýjunum þegar við fundum þessar upptökur. Þær eru algjör demantur,“ segir Bubbi Morthens. Hann komst heldur betur í feitt þegar myndbrot með tónlistargoðsögninni Bing Crosby kom í leitirnar. Þar semur Crosby lag um Laxá í Aðaldal en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Bubbi nú að leggja lokahönd á heimildarmynd um ána. „Það er ekki nóg með að hann syngi heldur fer hann bara algjörlega á kostum. Hann setur í lax og fiskurinn fær slý á hausinn. Og þá heyrist Crosby segja; „this guy looks like a hippie“ eða, þessi lítur út eins og hippi.“

Crosby kom hingað til lands árið 1969 og heill her af fólki fylgdi honum við hvert fótmál. Bandarísk sjónvarpsstöð var með í för og tók myndirnar en Bubbi segir að gömlu Loftleiðir hafi átt réttinn. „Og þannig fengum við heimild til að nota myndirnar.“

Varla þarf að hafa mörg orð um hvers lags goðsögn Bing Crosby er; hann á vinsælasta jólalag allra tíma, White Christmas, en söngurinn um jólasnjóinn hefur selst í yfir 100 milljónum eintaka. Bing Crosby er þar að auki þriðji vinsælasti leikari allra tíma ef marka má tölur úr miðasölu, aðeins Clark Gable og John Wayne skáka honum. Bubbi segir að fleiri gullmola sé að finna í heimildarmyndinni, þar á meðal myndbrot með listamanninum Guðmundi frá Miðdal.

„Og svo er það náttúrlega rúsínan í pylsuendanum, sem eru myndir af Lee Wulff við veiði í ánni,“ segir Bubbi en fyrir þá sem ekki vita, þá er Wulff þessi algjör frumkvöðull í fluguveiðiheiminum. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.