Lífið

Apparat á Réttum

apparat Hljómsveitin Apparat Organ Quartet spilar á Réttum 26. september.
apparat Hljómsveitin Apparat Organ Quartet spilar á Réttum 26. september.

Hljómsveitin Apparat Organ Quartet kemur saman aftur og leikur á tónleikahátíðinni Réttir sem fram fer í Reykjavík 23.-26. september í samvinnu við Reykjavik International Film Festival.

Sveitin hefur ekki leikið á tónleikum síðan á Ljósanótt 2006. Apparat er að vinna að nýrri plötu en fyrsta og eina plata hljómsveitarinnar kom út árið 2002 og var samnefnd sveitinni. Apparat leikur á lokakvöldi Rétta, laugardagskvöldið 26. september.

Hljómsveitin Ensími ætlar einnig að spila á Réttum. Stutt er síðan hún kom saman á tónleikum á Nasa við mjög góðar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.