Rappsöngkona vann Mercury 12. september 2009 02:30 speech debelle Debelle hlaut hin virtu Mercury-verðlaun á dögunum og kom útnefningin mörgum í opna skjöldu. nordicphotos/getty Rappsöngkonan Speech Debelle frá London hlaut hin virtu Mercury-tónlistarverðlaun á dögunum. Mörgum kom útnefningin í opna skjöldu enda Debelle óþekkt nafn í tónlistarbransanum. Skákaði hún þekktum flytjendum á borð við Kasabian, Glasvegas og La Roux sem voru einnig tilnefnd. Debelle, sem er 26 ára, átti aftur á móti von á sigrinum. „Ég er sannfærð um að ég eigi eftir að vinna," sagði hún degi fyrir verðlaunahátíðina. Bætti hún kokhraust við að fimm Grammy-verðlaun væru næst á dagskrá. Áður en Debelle var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í júlí hafði plata hennar Speech Therapy aðeins selst í um 1.500 eintökum í Bretlandi. Núna hefur talan væntanlega hækkað upp úr öllu valdi. Hún hefur sjálf lýst plötunni sem hip hop-útgáfu af Tracy Chapman, sem sló í gegn á níunda áratugnum með lögunum Fast Car og Talkin "Bout a Revolution. Debelle fæddist í hverfinu Crystal Palace í suðurhluta London. Hún lenti ítrekað í vandræðum í skólanum og hætti að lokum. Eftir það fór hún að nota eiturlyf og var henni í framhaldinu hent út á götuna af móður sinni. Aðeins nítján ára tók harður heimur við og þurfti hún að gista á ódýrum farfuglahótelum og hjá vinum. Mörg lög á Speech Therapy fjalla um það sem hún hefur gengið í gegnum, þar á meðal heimilisleysið, fjarverandi föður og kynni sín af glæpum og leiðinlegum störfum. Núna eru Debelle allir vegir færir og ætlar hún að nota Mercury-verðlaunaféð, sem nemur rúmum fjórum milljónum, til að stofna sitt eigið útgáfufyrirtæki. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Rappsöngkonan Speech Debelle frá London hlaut hin virtu Mercury-tónlistarverðlaun á dögunum. Mörgum kom útnefningin í opna skjöldu enda Debelle óþekkt nafn í tónlistarbransanum. Skákaði hún þekktum flytjendum á borð við Kasabian, Glasvegas og La Roux sem voru einnig tilnefnd. Debelle, sem er 26 ára, átti aftur á móti von á sigrinum. „Ég er sannfærð um að ég eigi eftir að vinna," sagði hún degi fyrir verðlaunahátíðina. Bætti hún kokhraust við að fimm Grammy-verðlaun væru næst á dagskrá. Áður en Debelle var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í júlí hafði plata hennar Speech Therapy aðeins selst í um 1.500 eintökum í Bretlandi. Núna hefur talan væntanlega hækkað upp úr öllu valdi. Hún hefur sjálf lýst plötunni sem hip hop-útgáfu af Tracy Chapman, sem sló í gegn á níunda áratugnum með lögunum Fast Car og Talkin "Bout a Revolution. Debelle fæddist í hverfinu Crystal Palace í suðurhluta London. Hún lenti ítrekað í vandræðum í skólanum og hætti að lokum. Eftir það fór hún að nota eiturlyf og var henni í framhaldinu hent út á götuna af móður sinni. Aðeins nítján ára tók harður heimur við og þurfti hún að gista á ódýrum farfuglahótelum og hjá vinum. Mörg lög á Speech Therapy fjalla um það sem hún hefur gengið í gegnum, þar á meðal heimilisleysið, fjarverandi föður og kynni sín af glæpum og leiðinlegum störfum. Núna eru Debelle allir vegir færir og ætlar hún að nota Mercury-verðlaunaféð, sem nemur rúmum fjórum milljónum, til að stofna sitt eigið útgáfufyrirtæki.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira