Lífið

Grænlenskur kór í Íslandsheimsókn

Grænlenski kórinn Erinnap Nipaa er kominn til landsins og heldur hér þrenna opna tónleika.

Á morgun verður sungið í Seltjarnarneskirkju og hefjast tónleikarnir klukkan 20. Á mánudag verða tónleikar í Norræna húsinu klukkan 20 og á þriðjudag kemur kórinn fram í Tónlistarhúsinu á Akranesi klukkan 15. Alls staðar er ókeypis inn.

Sungnir verða grænlenskir söngvar og klæðast kórfélagar sínum litskrúðuga grænlenska þjóðbúningi. Ekki verður þó eingöngu sungið heldur er 73 ára gamall trommudansari með í för sem mun leika listir sínar.

Einnap Nipaa er frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi þar sem á fjórða þúsund manns býr. Qaqortoq, sem þýðir hið hvíta, er vinabær Akraness.

Heimsókn kórsins til Íslands er liður í að styrkja menningartengsl landanna í kjölfar aukins sjálfstæðis Grænlands. - bþs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.