Lífið

Mammút í Evróputúr

mammút Hljómsveitin Mammút er á leiðinni í mánaðarlanga tónleikaferð um Evrópu.fréttablaðið/stefán
mammút Hljómsveitin Mammút er á leiðinni í mánaðarlanga tónleikaferð um Evrópu.fréttablaðið/stefán

Hljómsveitin Mammút er á leiðinni í sína fyrstu stóru tónleikaferð um Evrópu. Ferðin stendur yfir frá 4. til 27. nóvember og spilar sveitin í Þýskalandi, á Spáni, Ítalíu og víðar.

„Þetta leggst bara mjög vel í okkur," segir gítarleikarinn Arnar Pétursson. „Við höfum ekki gert svona áður. Við höfum farið í nokkra skottúra en núna verðum við úti í mánuð. Maður veit ekkert hvað maður er að fara út í og við erum ekkert með rosalega miklar væntingar. En það væri gaman ef það gengur vel." Record Records gefur út plötur Mammúts á Íslandi en sveitin er að leita sér að dreifingarsamningi erlendis. „Það tekur tíma, þetta gerist ekki af sjálfu sér," segir Arnar.

Öll fjögur lögin sem sett hafa verið í spilun af síðustu plötu Mammúts, Karkari, hafa farið á toppinn á X-Dómínós-listanum. Eitt lag af fyrstu plötu sveitarinnar fór einnig á toppinn. Vonandi verða íbúar meginlands Evrópu álíka hrifnir í nóvember. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.