Lífið

Kjóll Jóhönnu til sýnis

Vakti athygli Forfallnir Evróvision aðdáendur geta skoðað kjól Jóhönnu.
Vakti athygli Forfallnir Evróvision aðdáendur geta skoðað kjól Jóhönnu.

Eurovision-kjóll Jóhönnu Guðrúnar er til sýnis í Klæðskerahöllinni, Hringbraut 49, en kjólinn var saumaður þar.

„Það er ofboðslega mikið af fólki sem stoppar hérna við gluggann, það þekkja allir kjólinn," segir Berglind Magnúsdóttir klæðskeri, ein þriggja sem kom að gerð hans. Kjólinn er ekki til sölu.

„Þetta er kannski ekki kjóll sem mun verða notaður aftur. En það er bara gaman að fólk fái að sjá hann, hann er auðvitað öðruvísi í návígi en í sjónvarpinu." Enginn hefur hingað til beðið um að fá að máta kjólinn.

„Enda efast ég um að hann myndi passa á nokkurn annan en Jóhönnu."

Kjólinn var áður til sýnis í Andersen og Lauth. -kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.