Einkanúmerið 2007 tákn um liðinn tíma 14. júlí 2009 02:00 Gísli og Porsche-inn númer 2007 Um leið og rafknúna Teslan kemur til landsins verður Porsche-inn, merktur 2007, seldur úr landi. fréttablaðið/gva „Í og með er verið að gera grín. En þetta er margþætt,“ segir Gísli Gíslason lögmaður. Ljósmyndari Fréttablaðsins var á ferð um miðborgina þegar hann rak augun í stífbónaðan Porsche- bíl með einkanúmerinu 2007. Eigandinn er Gísli og einkanúmerið er ekki grínið eitt heldur býr djúpstæð merking þar að baki. „Ég er með verkefni sem heitir 2012 sem felst í því að rafbílavæða Ísland. Þessi bíll var reyndar keyptur árið 2008. En til stendur að selja þennan svarta Porsche til útlanda um leið og við fáum hvítan rafmagnssportbíl sem heitir Tesla.“ Þannig er Porsche-bíll Gísla tákngervingur liðins tíma. Þó um sé að ræða glæsikerru segir Gísli Tesluna vera miklum mun meiri og betri bíl. „Við ætlum að prufa Tesluna um leið og hún kemur til landsins. Ég ætla að fá lánaðan Reykjavíkurflugvöll og spyrna. Ég held að Teslan klári Porsche-inn. Þú kemst 350 kílómetra á tankinum og það kostar níu þúsund. Fullhlaðin fer Teslan 460 kílómetra á hleðslunni og það kostar 350 krónur.“ Munar um minna. Gísli segir að í þessum tveimur bílum mætist gamli og nýi tíminn. Og segir af miklu verkefni sem 2012 er með í farvatninu en fyrirtækið ætlar að hjálpa fólki til að losna við bensínháka sína. Eða skipta út vélum og setja rafmagnsmótora og batterí í staðinn. „Við ætlum að rafbílavæða Ísland. Allir geta hlaðið bílana sína með venjulegum hleðslutækjum sem tekur fjóra til sex klukkutíma. Eða með hraðhleðslu á bensínstöðvum sem tekur tíu mínútur. Bjarga Íslandi og þá heiminum,“ segir Gísli.- jbg Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
„Í og með er verið að gera grín. En þetta er margþætt,“ segir Gísli Gíslason lögmaður. Ljósmyndari Fréttablaðsins var á ferð um miðborgina þegar hann rak augun í stífbónaðan Porsche- bíl með einkanúmerinu 2007. Eigandinn er Gísli og einkanúmerið er ekki grínið eitt heldur býr djúpstæð merking þar að baki. „Ég er með verkefni sem heitir 2012 sem felst í því að rafbílavæða Ísland. Þessi bíll var reyndar keyptur árið 2008. En til stendur að selja þennan svarta Porsche til útlanda um leið og við fáum hvítan rafmagnssportbíl sem heitir Tesla.“ Þannig er Porsche-bíll Gísla tákngervingur liðins tíma. Þó um sé að ræða glæsikerru segir Gísli Tesluna vera miklum mun meiri og betri bíl. „Við ætlum að prufa Tesluna um leið og hún kemur til landsins. Ég ætla að fá lánaðan Reykjavíkurflugvöll og spyrna. Ég held að Teslan klári Porsche-inn. Þú kemst 350 kílómetra á tankinum og það kostar níu þúsund. Fullhlaðin fer Teslan 460 kílómetra á hleðslunni og það kostar 350 krónur.“ Munar um minna. Gísli segir að í þessum tveimur bílum mætist gamli og nýi tíminn. Og segir af miklu verkefni sem 2012 er með í farvatninu en fyrirtækið ætlar að hjálpa fólki til að losna við bensínháka sína. Eða skipta út vélum og setja rafmagnsmótora og batterí í staðinn. „Við ætlum að rafbílavæða Ísland. Allir geta hlaðið bílana sína með venjulegum hleðslutækjum sem tekur fjóra til sex klukkutíma. Eða með hraðhleðslu á bensínstöðvum sem tekur tíu mínútur. Bjarga Íslandi og þá heiminum,“ segir Gísli.- jbg
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira