Innlent

Krefja Kolbrúnu um svör vegna álversuppbyggingar

Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra.
Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla að krefja Kolbrúnu Halldórsdóttur, nýjan umhverfisráðherra, svara á Alþingi á morgun um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík og í Helguvík á Suðurnesjum.

Ráðgerð er umræða utan dagskrár um áform nýrrar ríkisstjórnar um fyrirhugaðar álversframkvæmdir á Bakka. Málshefjandi verður Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og verður Kolbrún til andsvara.

Þá verður einnig rætt um uppbyggingu í Helguvík þegar tekin verður fyrir fyrirspurn Bjarkar Guðjónsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún hyggst spyrja umhverfisráðherra um afstöðu sína til áframhaldandi uppbyggingar Helguvíkurálvers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×