Innlent

Sjálfstæðismenn með prófkjör í Kraganum

Þingmennirnir Þorgerður Katrín og Bjarni Benediktsson koma úr Kraganum.
Þingmennirnir Þorgerður Katrín og Bjarni Benediktsson koma úr Kraganum.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, sem haldinn var í dag samþykkti að viðhaft skuli prófkjör í vegna uppröðunar á lista flokksins við þingiskosningarnar vorið 2009. Prófkjörið fer fram 14. mars.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu eru sex talsins. Ármann Kr. Ólafsson, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×