Erlent

Bandaríkin selja langmest af vopnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bandarísk orrustuþota af gerðinni F15E.
Bandarísk orrustuþota af gerðinni F15E.

Bandaríkjamenn seldu tæplega 70 prósent allra vopna sem seld voru á alþjóðavettvangi árið 2008 og jókst salan um helming það ár þrátt fyrir ástandið í efnahagsmálum heimsins. Alls seldu Bandaríkjamenn vopnabúnað fyrir tæpa 38 milljarða dollara í fyrra en salan hjá Ítölum, sem seldu næstmest af vopnum, nam tæpum fjórum milljörðum dollara. Meðal kaupenda vopnanna voru Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Egyptaland og Suður-Kórea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×