Innlent

Dæmdur fyrir hótanir og brot gegn valdstjórninni

Maðurinn hafði í hótunum svo að fórnarlambið myndu draga kæru til baka.
Maðurinn hafði í hótunum svo að fórnarlambið myndu draga kæru til baka. Mynd úr safni
Karlmaður á þrítugsaldri var sakfelldur í héraðsdómi Austurlands í dag fyrir brot gegn valdstjórninni og hótanir. Maðurinn hótaði karlmanni og tíu ára dóttur hans í því skyni að fá hann til að falla frá kæru hendur ákærða vegna árásar sem átti sér stað í febrúar 2008.

Hótanirnar voru hafðar uppi í símtali nokkrum dögum fyrir aðalmeðferð í líkamsárásarmálinu. Tekinn var upp fyrri dómur þar sem ákærða hafði verið gert fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið og var honum ákveðin refsing í einu lagi sex mánaða fangelsi.

Forsaga málsins er sem fyrr segir sú að karlmaðurinn sem hótanirnar náðu til lagði fram kæru á hendur ákærða og öðrum manni hjá lögreglunni á Höfn vegna líkamsárásar og ólögmætrar nauðungar. sem átt hafi sér stað aðfaranótt laugardagsins 16. febrúar 2008. Aðalmeðferð í því máli fór fram 19. desember sama ár og dómur var kveðinn upp 8. janúar 2009. Var ákærði þar sakfelldur meðal annars fyrir líkamsárás gagnvart manninum í félagi við annan mann með því að slá hann hnefahöggum í andlit, toga eyrnalokk úr eyra hans og að hafa sveigt aftur þrjá fingur hans á hægri hendi. Þá var hann sakfelldur fyrir ólögmæta nauðung með því að hafa neytt fórnarlambið til að hlaupa nakinn um húsnæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×