Innlent

Meirihlutinn heldur - Gunnsteinn hugsanlega bæjarstjóri

Nýr Bæjarstjóri?  Gunnsteinn Sigurðsson var samþykktur sem bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.
Nýr Bæjarstjóri? Gunnsteinn Sigurðsson var samþykktur sem bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.

„Í þrígang stóðu fundargestir upp og klöppuðu Gunnari lof í lófa," segir Óttar Felix Hauksson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi en þar var samþykkt tillaga Gunnars Birgissonar um að Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins, tæki við sem bæjarstjóri Kópavogs.

Þetta var niðurstaða af fundi flokkstrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þar sem tvær tillögur voru samþykktar. Annarsvegar að Gunnsteinn tæki við bæjarstjórastólnum. Síðan var samþykkt einróma stuðningsyfirlýsing til Gunnars Birgissonar.

Á sama tíma bárust þær fregnir frá Framsóknarmönnum að tillaga þess eðlis að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn hefði verið felld.

Þess vegna þarf nú að bíða þar til á næsta bæjarstjórnarfundi og sjá hvort nýr Bæjarstjóri verði samþykktur. Sjálfir vildu Framsóknarmenn utanaðkomandi aðila í starfið.

Svo virðist sem Gunnar hafi notið mikils stuðnings á fundinum í kvöld en mikið var klappað og svo tillögur hans um eftirmann samþykktar.

Óttar sagði árásir á Gunnar vera komnar frá herbúðum andstæðinganna. Hann sagði málið varðandi lífeyrissjóðinn sýna siðferðisbrest Flosa Eiríkssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknar.

Hér fyrir neðan má lesa tillögur annarsvegar Gunnars Birgissonar og svo tillögur Jóhanns Ísbergs formanns félags Sjálfstæðismanna í Kópavogi:

Undirritaður leggur til að annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í kópavogi, Gunnsteinn Sigurðsson, taki við starfi mínu sem bæjarstjóri í Kópavogi, þar sem ég hef ákveðið að stíga til hliðar.

Bæjarstjóraembættið fellur í hlut sjálfstæðisflokks samkvæmt samkomulagi sem gert var á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Kópavogs sem gert var árið 2006.

Gunnar I. Birgisson.

--

Fulltrúarráð sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi lýsir yfir fyllsta trausti á störf Gunnars Birgissonar og stuðningi í þeim erfiðu málum sem hann hefur gengið í gegnum undanfarnar vikur.

Jóhann Ísberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×