Innlent

Ómari leiðist biðin eftir Sjálfstæðismönnum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Ómar Stefánsson
Ómar Stefánsson

„Ég er að verða pirraður hérna bara á meðan ég tala við þig," sagði Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, en hann er að eigin sögn orðinn óþolinmóður að bíða eftir hugmyndum Sjálfstæðisflokksins um framtíð meirihlutasamstarfsins.

„Það er fundur klukkan átta, ég á enn eftir að tala við lykilmenn fyrir fundinn og það er ekkert komið fram ennþá."

Hann segir þó oftúlkun að halda því fram að meirihlutinn hangi á bláþræði.

Aðspurður hvort hann hafi rætt við fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar segir hann þá vissulega hafa haft samband við sig.

„Þú getur rétt ímyndað þér hvort þeir hafi ekki reynt að hringja í mig. Þau vita hvernig staðan er," segir Ómar, en segir þó engar þreifingar um samstarf þeirra á milli hafa farið fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×