Erlent

Fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst í dag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hvalskurður í Hvalfirði.
Hvalskurður í Hvalfirði. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Alþjóðahvalveiðiráðið fundar í Portúgal í dag og fram á föstudag. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC mega Íslendingar búast við harðri gagnrýni vegna hvalveiða sinna en einnig kemur þar fram að Japanar muni sækjast eftir leyfi til að veiða allt að 150 hrefnur á vissum svæðum þar sem hvalveiðar eigi sér áralanga hefð. Bretar hafa áhyggjur af því að verði þetta samþykkt muni fleiri þjóðir einnig vilja fá veiðileyfi, svo sem Suður-Kóreumenn. Einnig eru hvalveiðimál Grænlendinga á dagskrá fundarins en þeir eru taldir munu fara fram á að hnúfubaksveiðar verði þeim heimilar, þriðja árið í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×