Innlent

AGS krefst ekki að lífeyrissjóðirnir verði þjóðnýttir

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra,
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Mynd/Daníel Rúnarsson
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fullyrti á Alþingi í dag að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ekki gert kröfu um að lífeyrissjóðirnir verði þjóðnýttir.

Staða lífeyrissjóðanna var til umræðu að beiðni Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag vilja vita hvort að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi gert kröfu að lífeyrissjóðirnir verði þjóðnýttir eins og „sjóðurinn gjarnan gerir þegar hann ræðst inn í lönd," líkt og þingmaðurinn orðaði það.

Steingrímur sagðist ekki vera kunnugt um slíkt og ekki hafa séð stafkrók um það í neinum plöggum. Ástæðulaust væri að hafa slíkar áhyggjur.




Tengdar fréttir

Útilokar að lífeyrissjóðirnir komi að uppbyggingu

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, útilokar að lífeyrissjóðirnir komi að uppbyggingu þjóðfélagsins líkt og rætt hefur verið um hafi þeir ekki birt ársuppgjör sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×