Segir Gunnar Birgisson hafa blekkt FME 22. júní 2009 05:00 Flosi Eiríksson segir að á tímabilinu frá október og fram í desember 2008 hafi Gunnar Birgisson ákveðið að villa um fyrir FME.fréttablaðið/stefán „Eftir að stjórnin var kærð fyrir villandi upplýsingagjöf, á föstudaginn var, fór ég ítarlega yfir öll gögn í málinu. Þá kom í ljós að út- og afborgunum á lánum til Kópavogsbæjar hefur með vísvitandi hætti verið hagað þannig að gögn um þær komu ekki fram í skýrslum til Fjármálaeftirlitsins,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnar-maður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs (LSK). Í yfirlýsingu sem Flosi sendi frá sér í gær sakar hann Gunnar I. Birgisson, stjórnarformann sjóðsins, um að hafa reynt að villa um fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) án vitneskju annarra stjórnarmanna í sjóðnum. Fjármálaeftirlitið kærði á föstudag stjórn LSK til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Sagt var frá því í Fréttablaðinu á laugardag að hlutfall lánveitinga af eignum LSK til Kópavogsbæjar hafi farið allt upp í tuttugu prósent, en leyfilegt hámark samkvæmt lögum er tíu prósent. Á föstudag varði stjórn LSK lánveitingarnar með þeim rökum að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðsfélaga hefði verið að ávaxta laust fé til skamms tíma hjá Kópavogsbæ. Flosi segir þær upplýsingar ekki hafa reynst réttar við nánari skoðun. „Stjórnin sendi FME skýrslu í október 2008, þar sem fram kom að Kópavogsbæ hefðu verið lánaðir þessir peningar til skamms tíma. Í skýrslum í desember og mars var ákveðið að láta það ekki koma fram, og með því ákváðu þeir sem skila þessum skýrslum að blekkja FME,“ segir Flosi. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, segir að eftir að hafa legið yfir gögnum málsins frá því fyrir helgi taki hann undir frásögn Flosa að öllu leyti. Gunnar Birgisson vísar ásökununum á bug. „Flosi og Ómar verða að eiga þetta við sig. Það var ekki verið að blekkja neinn stjórnar-mann, það er bara rugl. Allir stjórnarmenn fengu að lesa yfir öll bréf sem voru send til FME. Þeim var kunnugt um þetta og samþykktu þá leið sem farin var.“ Gunnar segist hafa orðið undrandi þegar fjármálaráðherra vék stjórn sjóðsins frá á föstudag. „Þann 19. maí áttum við fund með FME þar sem við gerðum munnlegt samkomulag um að við fengjum tíma til 31. júlí til að ganga frá málinu. Það var enginn glæpur framinn. Það var einfaldlega verið að hámarka ávöxtun af fjármögnun sjóðsins fyrir þann aðila sem ber ábyrgð á honum, sem er Kópavogsbær,“ segir Gunnar Birgisson. Sigrún Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri LSK, vildi ekki tjá sig um málið í gær. kjartan@frettabladid.is gunnar birgisson flosi eiríksson ómar stefánsson Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
„Eftir að stjórnin var kærð fyrir villandi upplýsingagjöf, á föstudaginn var, fór ég ítarlega yfir öll gögn í málinu. Þá kom í ljós að út- og afborgunum á lánum til Kópavogsbæjar hefur með vísvitandi hætti verið hagað þannig að gögn um þær komu ekki fram í skýrslum til Fjármálaeftirlitsins,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnar-maður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs (LSK). Í yfirlýsingu sem Flosi sendi frá sér í gær sakar hann Gunnar I. Birgisson, stjórnarformann sjóðsins, um að hafa reynt að villa um fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) án vitneskju annarra stjórnarmanna í sjóðnum. Fjármálaeftirlitið kærði á föstudag stjórn LSK til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Sagt var frá því í Fréttablaðinu á laugardag að hlutfall lánveitinga af eignum LSK til Kópavogsbæjar hafi farið allt upp í tuttugu prósent, en leyfilegt hámark samkvæmt lögum er tíu prósent. Á föstudag varði stjórn LSK lánveitingarnar með þeim rökum að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðsfélaga hefði verið að ávaxta laust fé til skamms tíma hjá Kópavogsbæ. Flosi segir þær upplýsingar ekki hafa reynst réttar við nánari skoðun. „Stjórnin sendi FME skýrslu í október 2008, þar sem fram kom að Kópavogsbæ hefðu verið lánaðir þessir peningar til skamms tíma. Í skýrslum í desember og mars var ákveðið að láta það ekki koma fram, og með því ákváðu þeir sem skila þessum skýrslum að blekkja FME,“ segir Flosi. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, segir að eftir að hafa legið yfir gögnum málsins frá því fyrir helgi taki hann undir frásögn Flosa að öllu leyti. Gunnar Birgisson vísar ásökununum á bug. „Flosi og Ómar verða að eiga þetta við sig. Það var ekki verið að blekkja neinn stjórnar-mann, það er bara rugl. Allir stjórnarmenn fengu að lesa yfir öll bréf sem voru send til FME. Þeim var kunnugt um þetta og samþykktu þá leið sem farin var.“ Gunnar segist hafa orðið undrandi þegar fjármálaráðherra vék stjórn sjóðsins frá á föstudag. „Þann 19. maí áttum við fund með FME þar sem við gerðum munnlegt samkomulag um að við fengjum tíma til 31. júlí til að ganga frá málinu. Það var enginn glæpur framinn. Það var einfaldlega verið að hámarka ávöxtun af fjármögnun sjóðsins fyrir þann aðila sem ber ábyrgð á honum, sem er Kópavogsbær,“ segir Gunnar Birgisson. Sigrún Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri LSK, vildi ekki tjá sig um málið í gær. kjartan@frettabladid.is gunnar birgisson flosi eiríksson ómar stefánsson
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira