Segir Gunnar Birgisson hafa blekkt FME 22. júní 2009 05:00 Flosi Eiríksson segir að á tímabilinu frá október og fram í desember 2008 hafi Gunnar Birgisson ákveðið að villa um fyrir FME.fréttablaðið/stefán „Eftir að stjórnin var kærð fyrir villandi upplýsingagjöf, á föstudaginn var, fór ég ítarlega yfir öll gögn í málinu. Þá kom í ljós að út- og afborgunum á lánum til Kópavogsbæjar hefur með vísvitandi hætti verið hagað þannig að gögn um þær komu ekki fram í skýrslum til Fjármálaeftirlitsins,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnar-maður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs (LSK). Í yfirlýsingu sem Flosi sendi frá sér í gær sakar hann Gunnar I. Birgisson, stjórnarformann sjóðsins, um að hafa reynt að villa um fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) án vitneskju annarra stjórnarmanna í sjóðnum. Fjármálaeftirlitið kærði á föstudag stjórn LSK til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Sagt var frá því í Fréttablaðinu á laugardag að hlutfall lánveitinga af eignum LSK til Kópavogsbæjar hafi farið allt upp í tuttugu prósent, en leyfilegt hámark samkvæmt lögum er tíu prósent. Á föstudag varði stjórn LSK lánveitingarnar með þeim rökum að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðsfélaga hefði verið að ávaxta laust fé til skamms tíma hjá Kópavogsbæ. Flosi segir þær upplýsingar ekki hafa reynst réttar við nánari skoðun. „Stjórnin sendi FME skýrslu í október 2008, þar sem fram kom að Kópavogsbæ hefðu verið lánaðir þessir peningar til skamms tíma. Í skýrslum í desember og mars var ákveðið að láta það ekki koma fram, og með því ákváðu þeir sem skila þessum skýrslum að blekkja FME,“ segir Flosi. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, segir að eftir að hafa legið yfir gögnum málsins frá því fyrir helgi taki hann undir frásögn Flosa að öllu leyti. Gunnar Birgisson vísar ásökununum á bug. „Flosi og Ómar verða að eiga þetta við sig. Það var ekki verið að blekkja neinn stjórnar-mann, það er bara rugl. Allir stjórnarmenn fengu að lesa yfir öll bréf sem voru send til FME. Þeim var kunnugt um þetta og samþykktu þá leið sem farin var.“ Gunnar segist hafa orðið undrandi þegar fjármálaráðherra vék stjórn sjóðsins frá á föstudag. „Þann 19. maí áttum við fund með FME þar sem við gerðum munnlegt samkomulag um að við fengjum tíma til 31. júlí til að ganga frá málinu. Það var enginn glæpur framinn. Það var einfaldlega verið að hámarka ávöxtun af fjármögnun sjóðsins fyrir þann aðila sem ber ábyrgð á honum, sem er Kópavogsbær,“ segir Gunnar Birgisson. Sigrún Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri LSK, vildi ekki tjá sig um málið í gær. kjartan@frettabladid.is gunnar birgisson flosi eiríksson ómar stefánsson Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Eftir að stjórnin var kærð fyrir villandi upplýsingagjöf, á föstudaginn var, fór ég ítarlega yfir öll gögn í málinu. Þá kom í ljós að út- og afborgunum á lánum til Kópavogsbæjar hefur með vísvitandi hætti verið hagað þannig að gögn um þær komu ekki fram í skýrslum til Fjármálaeftirlitsins,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnar-maður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs (LSK). Í yfirlýsingu sem Flosi sendi frá sér í gær sakar hann Gunnar I. Birgisson, stjórnarformann sjóðsins, um að hafa reynt að villa um fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) án vitneskju annarra stjórnarmanna í sjóðnum. Fjármálaeftirlitið kærði á föstudag stjórn LSK til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Sagt var frá því í Fréttablaðinu á laugardag að hlutfall lánveitinga af eignum LSK til Kópavogsbæjar hafi farið allt upp í tuttugu prósent, en leyfilegt hámark samkvæmt lögum er tíu prósent. Á föstudag varði stjórn LSK lánveitingarnar með þeim rökum að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðsfélaga hefði verið að ávaxta laust fé til skamms tíma hjá Kópavogsbæ. Flosi segir þær upplýsingar ekki hafa reynst réttar við nánari skoðun. „Stjórnin sendi FME skýrslu í október 2008, þar sem fram kom að Kópavogsbæ hefðu verið lánaðir þessir peningar til skamms tíma. Í skýrslum í desember og mars var ákveðið að láta það ekki koma fram, og með því ákváðu þeir sem skila þessum skýrslum að blekkja FME,“ segir Flosi. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, segir að eftir að hafa legið yfir gögnum málsins frá því fyrir helgi taki hann undir frásögn Flosa að öllu leyti. Gunnar Birgisson vísar ásökununum á bug. „Flosi og Ómar verða að eiga þetta við sig. Það var ekki verið að blekkja neinn stjórnar-mann, það er bara rugl. Allir stjórnarmenn fengu að lesa yfir öll bréf sem voru send til FME. Þeim var kunnugt um þetta og samþykktu þá leið sem farin var.“ Gunnar segist hafa orðið undrandi þegar fjármálaráðherra vék stjórn sjóðsins frá á föstudag. „Þann 19. maí áttum við fund með FME þar sem við gerðum munnlegt samkomulag um að við fengjum tíma til 31. júlí til að ganga frá málinu. Það var enginn glæpur framinn. Það var einfaldlega verið að hámarka ávöxtun af fjármögnun sjóðsins fyrir þann aðila sem ber ábyrgð á honum, sem er Kópavogsbær,“ segir Gunnar Birgisson. Sigrún Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri LSK, vildi ekki tjá sig um málið í gær. kjartan@frettabladid.is gunnar birgisson flosi eiríksson ómar stefánsson
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira