Þingmaðurinn hefði getað komið í veg fyrir að sofna Magnús Már Guðmundsson skrifar 22. júní 2009 14:26 Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Mynd/GVA Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir að þingkonan Ólína Þorvarðardóttir hefði geta komið í veg fyrir að sofna undir stýri á leið heim til til sín í gærdag. Ólína sem búsett er á Ísafirði var að koma af Snæfellsnesi þegar hún sofnaði undir stýri. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af. Einar segir þingmanninn og aðra geta komið í veg fyrir að sofna undir stýri með því að stoppa og sofa í fáeinar mínútur, taka reglulega aksturshlé og drekka eitthvað á klukkutímafresti. Vökvajafnvægi í líkamanum skipti miklu máli fyrir athyglina. 49,5% ökumanna sagðist hafa orðið skyndilega syfjaðir Á árunum 1998 til 2006 létust 16 manns í 10 umferðarslysum þar sem ökumenn sofnuðu undir stýri. Einar segir að í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu árið 2008 kom fram að rúmlega helmingur aðspurðra sögðust einhvertíma hafa lent í því á undanförnum 6 mánuðum að hafa skyndilega orðið mjög syfjaður á meðan á akstri stóð.15 mínútur geta skipt sköpum Einar segir að 15 mínútna svefn sé að mati sérfræðinga nægur til að jafna sig af syfju. „Stöðvir þú bílinn á öruggum stað og sofnir í 15 mínútur þegar þú finnur að þig syfjar verður þú betur fær um að aka áfram í góða stund. Þessar 15 mínútur geta þannig skipt sköpum." Streita samhliða þreytu eykur hættuna Þá segir Einar að hættan á sofna undir stýri aukist síðdegis. Eðlilega sé fólk þreyttara að næturlagi og síðdegis, en mest hætta er á að menn sofni á nóttunni. „Síðdegis er fólk oft á heimleið eftir langan vinnudag, er þreytt og oft með hugann við eitthvað annað en umferðina. Streita og skortur á athygli samhliða þreytu eykur hættu á að við lendum í slysi," segir upplýsingafulltrúinn. Einar segist ekki hafa upplýsingar um það hvort munur sé á milli árstíða hvort sofni undir stýri. Að lokum vill Einar benda á vefsíðuna 15.is. Þar er meðal annars fjallað um fyrirbyggjandi aðgerðir sem ökumaður getur nýtt sér til að koma í veg fyrir að sofna undir stýri. Tengdar fréttir Þingmaður sofnaði undir stýri Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sofnaði undir stýri í gær þegar hún var að koma af Snæfellsnesi. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af sem var kominn yfir á rangan vegarhelming þegar þingmaðurinn áttaði sig á því í hvað stefndi. 22. júní 2009 09:56 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Sjá meira
Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir að þingkonan Ólína Þorvarðardóttir hefði geta komið í veg fyrir að sofna undir stýri á leið heim til til sín í gærdag. Ólína sem búsett er á Ísafirði var að koma af Snæfellsnesi þegar hún sofnaði undir stýri. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af. Einar segir þingmanninn og aðra geta komið í veg fyrir að sofna undir stýri með því að stoppa og sofa í fáeinar mínútur, taka reglulega aksturshlé og drekka eitthvað á klukkutímafresti. Vökvajafnvægi í líkamanum skipti miklu máli fyrir athyglina. 49,5% ökumanna sagðist hafa orðið skyndilega syfjaðir Á árunum 1998 til 2006 létust 16 manns í 10 umferðarslysum þar sem ökumenn sofnuðu undir stýri. Einar segir að í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu árið 2008 kom fram að rúmlega helmingur aðspurðra sögðust einhvertíma hafa lent í því á undanförnum 6 mánuðum að hafa skyndilega orðið mjög syfjaður á meðan á akstri stóð.15 mínútur geta skipt sköpum Einar segir að 15 mínútna svefn sé að mati sérfræðinga nægur til að jafna sig af syfju. „Stöðvir þú bílinn á öruggum stað og sofnir í 15 mínútur þegar þú finnur að þig syfjar verður þú betur fær um að aka áfram í góða stund. Þessar 15 mínútur geta þannig skipt sköpum." Streita samhliða þreytu eykur hættuna Þá segir Einar að hættan á sofna undir stýri aukist síðdegis. Eðlilega sé fólk þreyttara að næturlagi og síðdegis, en mest hætta er á að menn sofni á nóttunni. „Síðdegis er fólk oft á heimleið eftir langan vinnudag, er þreytt og oft með hugann við eitthvað annað en umferðina. Streita og skortur á athygli samhliða þreytu eykur hættu á að við lendum í slysi," segir upplýsingafulltrúinn. Einar segist ekki hafa upplýsingar um það hvort munur sé á milli árstíða hvort sofni undir stýri. Að lokum vill Einar benda á vefsíðuna 15.is. Þar er meðal annars fjallað um fyrirbyggjandi aðgerðir sem ökumaður getur nýtt sér til að koma í veg fyrir að sofna undir stýri.
Tengdar fréttir Þingmaður sofnaði undir stýri Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sofnaði undir stýri í gær þegar hún var að koma af Snæfellsnesi. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af sem var kominn yfir á rangan vegarhelming þegar þingmaðurinn áttaði sig á því í hvað stefndi. 22. júní 2009 09:56 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Sjá meira
Þingmaður sofnaði undir stýri Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sofnaði undir stýri í gær þegar hún var að koma af Snæfellsnesi. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af sem var kominn yfir á rangan vegarhelming þegar þingmaðurinn áttaði sig á því í hvað stefndi. 22. júní 2009 09:56