Innlent

Útilokar að lífeyrissjóðirnir komi að uppbyggingu

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, útilokar að lífeyrissjóðirnir komi að uppbyggingu þjóðfélagsins líkt og rætt hefur verið um hafi þeir ekki birt ársuppgjör sín.

„Það veit enginn hver staða lífeyrissjóðanna er," segir Vigdís en staða þeirra verður tekin til sérstakrar umræðu utan dagskrár Alþingi í dag að beiðni hennar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, verður til andsvara.

Þingmaðurinn vill að lífeyrissjóðirnir verði gerðir upp á sama tíma og bankarnir í júlí. Hún segir óeðlilegt að fresta ítrekað slíkum uppgjörum. Erfitt sé að nálgast upplýsingar um stöðuna og það sé slæmt fyrir sjóðsfélaga.

„Við þingmenn fáum litlar sem engar upplýsingar um eitt eða neitt um það sem er gerast í landinu," segir Vigdís.

Þá hyggst Vigdís spyrja fjármálaráðherra um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málefnum lífeyrissjóðanna.

„Ég ætla að athuga hvort að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi gert kröfu að lífeyrissjóðirnir verði þjóðnýttir eins og sjóðurinn gjarnan gerir þegar hann ræðst inn í lönd," segir þingmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×