Innlent

Grunnþjónusta lögreglunnar mun ekki skerðast

Kristín María Birgisdóttir skrifar
Yfirbygging lögreglunnar verður minnkuð og tryggt að grunnþjónusta skerðist ekki, segir dómsmálaráðherra. Lögreglumaður fullyrðir að ekki hafi verið hægt að sinna fimm útköllum í fyrrinótt vegna manneklu og anna.

Fréttastofu hefur í tvígang borist nafnlaust bréf frá lögreglumanni sem ekki vill láta nafns síns getið. Í fyrra bréfinu lýsti hann aðstæðum lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem voru sláandi.

Þá sagði hann að boðaður niðurskurður hafi bitnað harkalega á lögreglumönnum.

Í bréfi sem fréttastofu barst í gærkvöld kom fram að lögregla hefði ekki getað sinnt fimm útköllum í fyrrinótt vegna manneklu og mikilla anna.

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, segir niðurskurð blasa við. Ráðuneytinu hafi verið gert að skera niður um 2% í ár og 10% á næsta ári. Grunnþjónustan muni þó ekki skerðist sem sé að halda uppi lögum og reglum.




Tengdar fréttir

Lögreglumenn deyja ungir - partur 3

Lögreglumaðurinn segir undarlega forgangsröðun á fjárlögum til embættisins og lögreglan skuldi nokkrum rannsóknarlögreglumönnum hátt í 200 yfirvinnutíma frá síðasta ári. Að lokum segir hann enga furðu að lögreglumenn deyji ungir.

Lögreglumaður tjáir sig - partur 2

Nú mun vera í bígerð að setja rannsóknarlögreglumenn á vaktir og svelta þar með rannsóknardeild LRH sem nú þegar er á grafarbrúninni. Ljóst er að ef af því verður munu mál fá seinan eða engan framgang hjá lögreglu. En það er víst um seinan, því í dag hrúgast málin upp án þess að lögreglan fái neitt við ráðið.

Lögreglumaður tjáir sig öðru sinni

Lögreglumaðurinn sem tjáði sig við fréttastofu fyrr í vikunni, er afar þakklátur fyrir þá umræðu og viðbrögð sem tölvupóstur hans hefur fengið enda þykir honum og fleirum málið mjög mikilvægt. Nú hefur fréttastofu borist annar póstur frá ónefnda lögreglumanninum.

Neyðarkall frá lögreglumanni

Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar. Svo hljóðar bréf sem fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fékk sent í gærkvöld frá manni sem segist vera lögreglumaður. Maðurinn segist ekki koma fram undir nafni af ótta við yfirstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×