Innlent

Eldur í Esjunni

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um gróðureld í Esjunni um klukkan hálf átta í kvöld. Um var að ræða gróðureld í lágggróðri og mosa. Eldurinn var nokkuð ofarlega í fjallinu og á töluverðu svæði, slökkvistarfi er nú nýlokið. Þetta er annar dagurinn í röð sem eldur kviknar í hlíðum fjallsins.

Tveir slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang en þeir fengu aðstoð frá björgunarsveit til að komast upp í hlíðar fjalllsins. Ekki er vitað um orsök eldsupptaka.

„Það er allt svo þurrt að það má lítið út af bregða til að eldur kvikni, svo getur líka verið mjög erfitt að berjast við eld í eins miklum þurrki og nú er," sagði slökkviliðsmaður í samtali við Vísi.

Auk þess kom aftur upp gróðureldur við Helgafell líkt og í gær og eru menn á vettvangi, eldurinn þar er smávægilegur.


Tengdar fréttir

Gróðureldur í Esjuhlíðum

Slökkviliðið fékk tilkynningu um gróðureld í Esjuhlíðum um hádegisbil í dag. Tveir slökkviliðsmenn hafa verið þar við að slökkva eldinn sem hefur breiðst út um 50 fermetra. Að sögn slökkviliðsins er ekki hægt að segja til um eldsupptök. Þá var slökkviliðið kallað aftur upp að Helgarfelli um tíuleytið í morgun þar sem ennþá logðuð eldglærur frá því í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×