Innlent

Ábyrgðarkerfi LÍN afnumið

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands Mynd/Stefán

Ábyrgðarkerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna var afnumið í núverandi mynd með frumvarpi menntamálaráðherra sem samþykkt var á Alþingi í gær.

Hingað til hafa allir lántakar ýmist þurft að biðja ábyrgðarmann um að ábyrgjast greiðslu lánsins, eða útvega sér bankaábyrgð.

Frá og með gærdeginum verður þessa ekki krafist af þeim námsmönnum sem teljast lánshæfir samkvæmt reglum stjórnar sjóðsins. Hins vegar þurfa þeir sem ekki teljast lánshæfir áfram að leggja fram viðunandi ábyrgðir.

Í bráðabirgðaákvæðum laganna kemur fram að lögin gildi ekki fyrir lánsloforð sem veitt hafa verið fyrir gildistöku laganna, þ.e. þau eru ekki afturvirk. Fyrstu lánin á grundvelli hinnar nýju reglu verða að öllum líkindum veitt í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×