Innlent

Sprengdi kveikjara og lamdi tvo menn

Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness.
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness.

Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að lemja tvo menn.

Átökin áttu sér stað við Sparisjóðinn í Keflavík. Þá eiga þrír menn að hafa ráðist á hinn dæmda með fúkyrðaflaumi eftir að hann sprengdi kveikjara.

Fórnalömb mannsins sökuðu hann um að hafa verið að skemma hraðbanka sem þeir höfðu rétt áður tekið pening út úr.

Átökin voru snörp en enduðu með því að hinn dæmdi hrinti öðrum manninum harkalega í jörðina og sló hinn hnefahöggi.

Lögreglan fékk tilkynningu um að mennirnir hefðu verið meðvitundarlausir eftir árásina. Þeir voru hinsvegar með meðvitund þegar þeir komu á vettvang.

 

Hinn dæmdi hefur ekki áður brotið lögin. Þá var það honum talið til tekna að mennirnir hafi ráðist að honum með fúkyrðaflaumi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×