Innlent

Bankaleyndin víða sambærileg

viðskiptanefnd Alþingis Rætt var um bankaleynd á fundi nefndarinnar í gær. fréttablaðið/Anton
viðskiptanefnd Alþingis Rætt var um bankaleynd á fundi nefndarinnar í gær. fréttablaðið/Anton

Íslensk lög um bankaleynd eru í aðalatriðum sambærileg þeim sem gilda í Danmörku, Noregi, Þýskalandi og Bretlandi.

Þetta er meginniðurstaða skýrslu Dóru Guðmunds­dóttur lögfræðings um bankaleynd. Skýrslan, sem unnin var fyrir viðskiptaráðuneytið í mars, var til umfjöllunar á fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær. Bankaleynd var á dagskrá fundarins í framhaldi af þeirri umræðu sem skapaðist í samfélaginu í kjölfar birtingar á lánabók Kaupþings, fyrirhugaðrar umfjöllunar RÚV og lögbannskröfu Kaupþings.

Í skýrslunni segir að ekki verði talið að íslenskar reglur um trúnaðar- og þagnarskyldu fjármálafyrir­tækja séu verulega frábrugðnar reglum samanburðarríkjanna. Ekki verði ráðið af lagareglum og þeirri framkvæmd sem fyrir hendi er að heimildir yfirvalda til að fá upplýsingar séu þrengri hér á landi en í hinum ríkjunum. Hins vegar sé það niðurstaða skýrslunnar að orðalag lagaákvæðis um bankaleynd hafi verið þrengt árið 2002. Veiti það lítið svigrúm til túlkunar.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur boðað breytingar á lögum um bankaleynd. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×