Lífið

Fimmtuga Madonna afþakkar afmælisgjafir

Madonna og Guy.
Madonna og Guy.

Madonna og eiginmaður hennar Guy Ritchie voru mynduð í gær þegar þau yfirgáfu höfuðstöðvar Kabbalah í Lundúnum.

Madonna sem er fimmtug í dag hefur tilkynnt vinum og fjölskyldu að hún vilji ekki fá neinar gjafir í tilefni dagsins.

Madonna tók upp nafnið Esther árið 2004 vegna áhuga hennar á Kabbalah, dulspeki Gyðinga og vildi þar með tengjast orku nafnsins.

Hún sagði á sínum tíma að nýja nafnið væri tilkomið af alvarlegum þankagangi, en taldi það alls ekki vera einhverskonar tískufyrirbrigði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.