Erlent

Fregnir berast af óeirðum í Keníu

Fréttir frá Keníu herma að lögregla hafi skotið að minnsta kosti 12 manns til bana í óeirðum víðs vegar um landið.

Meðlimir Mungiki-safnaðarins eru sagðir standa fyrir mótmælunum sem hófust þegar afhöggvið höfuð eiginkonu leiðtoga safnaðarins fannst um helgina. Kveikt var í lögreglustöð í höfuðborginni Naíróbí auk fleiri spellvirkja og hefur lögregla svarað með skothríð og táragasi.

Samsteypustjórn Raila Odinga og Mwai Kibaki tók til starfa um helgina en hún var mynduð til að binda enda á ofbeldisöldu í kjölfar þingkosninganna í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×