Erlent

Berlusconi lýsir yfir sigri

Silvio Berlusconi tekur aftur við embætti forsætisráðherra. Mynd/ AP.
Silvio Berlusconi tekur aftur við embætti forsætisráðherra. Mynd/ AP.

Silvio Berlusconi sagði að erfiður tími væri framundan í ræðu sem hann hélt þegar hann lýsti yfir sigri í kosningum á Ítalíu nú undir kvöld.

Hinn rúmlega sjötugi fjölmiðlakóngur sagði að hann væri reiðubúinn til þess að vinna með stjórnarandstöðunni að því að ná fram nauðsynlegum efnahagsumbótum. Skömmu áður en Berlusconi sagði þetta hafði andstæðingur hans, Walter Veltroni lýst yfir ósigri.

Berlusconi var forsætisráðherra á árunum 2001-2006, en þá tók Romano Prodi við embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×