Erlent

Samþykkja ályktun um að SÞ rannsaki morðið á Bhutto

Banzir Bhutto var ráðin af dögum 27. desember.
Banzir Bhutto var ráðin af dögum 27. desember. MYND/AP

Pakistanska þingið samþykkti í dag ályktun um að Sameinuðu þjóðunum yrði heimilað að rannsaka morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans.

Bhutto var ráðin af dögum í borginni Rawalpindi skömmu fyrir síðustu áramót þegar hún var á leið af kosningafundi. Þingkosningum í landinu var frestað vegna morðsins. Í kosningunum í febrúar sigruðu andstæðingar Pervezar Musharrafs, forseta landsins, og stjórna þeir nú þingi landsins. Þeir höfðu fyrir kosningar farið fram á það að Sameinuðu þjóðirnar rannsökuðu dauða Bhutto en Musharraf var andvígur því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×