Innlent

Hækkun á tekjuskatti og útsvari

Í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem lagt var fyrir Alþingi í gærkvöldi kemur fram að tekjuskattur verður 24 prósent í stað 22,75 prósentum. Áætlað er að þessi hækkun skili ríkissjóði nálægt 7 milljörðum króna. Þá er sveitarfélögum gert heimilt að innheimta 13,28 prósenta útsvar í stað 13,03 prósenta. Þetta gerir það að verkum að prósentuhækkun tekjuskatts nemur 5,5 prósentum og útsvarshækkunin nemur 1,5 prósenti.

Frumvarpið gerir það einnig meðal annars að verkum að greiðslur vegna fæðingar- og foreldraorlofs lækka úr 480 þúsundum í 400 þúsund krónum að hámarki, og barnabótum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóð, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum á árinu 2009.

Geir Haarde forsætisráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×