Innlent

Sluppu lítið meiddir úr bílveltu

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/Sgverk.com

Tveir sluppu lítið meiddir þegar bíll þeirra valt undir Ólafsvíkurenni í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn sá of seint kyrrstæða bíla á veginum, reyndi í skyndingu að sveigja frá þeim, en þá hafnaði bíllinn utan vegar og valt.

Annar bíll valt á norðanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi á leiðinni á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms. Enginn meiddist þar alvarlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×