Innlent

Heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð fækkaði

Í Reykjavík voru greiddar röskar 87 þúsund krónur.
Í Reykjavík voru greiddar röskar 87 þúsund krónur.
Árið 2007 fengu tæplega 4.300 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fækkað um 7% frá árinu áður. Árið 2003 þáðu rösklega 6.300 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga en til ársins 2007 fækkaði þeim jafnt og þétt eða sem nam 32% á öllu tímabilinu.

Fjölmennasti hópurinn sem þáði fjárhagsaðstoð sveitarfélaga árið 2007 voru einstæðir barnlausir karlar, eða rétt liðlega 37% heimila og einstæðar barnlausar konur, sem voru rétt tæplega 36% heimila. Þetta kemur fram i tölum sem Hagstofa Íslands birtir á vefsíðu sinni í morgun.

Á heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2007 bjuggu tæplega 7.800 einstaklingar eða 2.6% þjóðarinnar. Þar af voru um 3.300 börn, 17 ára og yngri, eða 4.1% barna á þeim aldri.

Árið 2007 var meðalgreiðsla fjárhagsaðstoðar 77.498 krónur á mánuð og fengu heimilin slíkar greiðslur í 4,1 mánuð að meðaltali. Í Reykjavík voru á sama ári greiddar 87.143 krónur að meðaltali á mánuði í fjárhagsaðstoð og að jafnaði í 4,4 mánuði. Árið 2003 voru meðalgreiðslur á mánuði á veðlagi ársins 2007 krónur 73.119 og þá var að meðaltali greidd fjárhagsaðstoð á 4 mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×