Innlent

Mótmælum við Ráðherrabústaðinn lokið (myndskeið)

Mótmælum fyrir framan Ráðherrabústaðinn er lokið. Tugir manna komu saman fyrir ríkisstjórnarfund sem haldinn var í húsinu í morgun og mótmæltu ríkisstjórninni. Til nokkurra ryskinga kom á milli mótmælenda og lögreglu, eins og sést á myndskeiðinu sem Baldur Hrafnkell myndatökumaður Stöðvar 2 tók, en enginn var handtekinn.






Tengdar fréttir

Stympingar við Ráðherrabústaðinn

Um 70 manns mættu fyrir framan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun fyrir ríkisstjórnarfund og mótmæltu vinnubrögðum stjórnvalda. Tugir lögreglumanna eru á vettvangi og til stympinga kom á milli hennar og mótmælenda. Kveikt hefur verið á blysum og í hvert skipti sem ráðherra mætir á svæðið er kallað að honum ókvæðisorðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×