Innlent

Fjárlögin harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðu

Atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um fjárlög fyrir árið 2009 fór fram á Alþingi í dag. Þingmenn úr stjórnarandstöðu fóru hverjir á eftir öðrum í pontu og gera grein fyrir skoðunum sínum varðandi flesta liði frumvarpsins og hafa gagnýnt það harðlega sem þeir kalla niðurskurðarfrumvarp. Að mati stjórnarandstöðu er skorið niður í þeim liðum sem verst bitna á þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu.

Þeir fáu stjórnarþingmenn og ráðherrar sem tóku til máls héldu hins vegar öðru fram og meðal annars benti Össur Skarphéðinsson á að á sviði atvinnumála og nýsköpunar væri verið að bæta í til þess að skjóta styrkari stoðum undir framtíðina.

Frumvarpið gekk að lokum til þriðju umræðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×