Erlent

Palestínumálið rætt í London

Condoleeza Rice.
Condoleeza Rice.

Sáttasemjarar í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs munu hittast á fundi í Lundúnum til þess að ræða málefni Palestínumanna.

Í viðræðunum taka þátt fulltrúar Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjanna, Rússlands og Evrópusambandsins. Ísraelar þrengja nú mjög að íbúum Gaza með aðgerðum sínum gegn Hamas samtökunum.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleeza Rice sagði í dag að arabaríkin gætu lagt meira af mörkunum í málinu. Hún sagði afar mikilvægt að nágrannaríkin veittu nauðsynlega fjárhagsaðstoð eins og þau hefðu lofað en aðeins lítill hluti þeirra peninga hefur skilað sér til Palestínu.

Rice mun hitta í Lundúnum forsætisráðherra Palestínu og utanríkisráðhjerra Ísraels og eru vonir bundnar við að þær viðræður skili árangri og að endi megi binda á þá neyð sem nú ríkir í Palestínu og sérstaklega á Gaza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×