Erlent

Náðarstundin nálgast í Lundúnakosningunum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögregla fylgist með hópi mótmælenda við einn kjörstaða Lundúna í dag.
Lögregla fylgist með hópi mótmælenda við einn kjörstaða Lundúna í dag. MYND/AP

Búist er við að úrslit borgarstjórnarkosninganna í Lundúnum liggi fyrir á miðnætti að staðartíma þar, klukkan 23 að íslenskum tíma.

Tessa Jowell, kosningastjóri Ken Livingstones, sagði breskum fjölmiðlum að hún væri mjög efins um að hann hlyti sigur í kosningunum. Fyrstu tölur úr níu kjördæmum gefa þó til kynna að Livingstone hafi yfirhöndina í fimm þeirra en mótherji hans, íhaldsmaðurinn Boris Johnson, í fjórum.

Talning hefur dregist hefur fram yfir áætlaðan tíma, einkum vegna þess að kosningaþátttaka reyndist mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, 45% miðað við tæp 37% árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×